Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.
--------
Tveggja Turna Tal - John Andrews
John Andrews hefur þjálfað í Mosfellsbæ, á Húsavík, í Indlandi, Bandaríkjunum og nú í hamingjunni í Víkinni. John er fæddur í Cork í Írlandi, er frábær trúbador, stórskemmtilegur náungi og er hluti af Víkingsliðinu sem afrekaði það sem ekkert annað lið hefur afrekað í íslenskum kvennafótbolta - að verða bikarmeistari sem Lengjudeildarlið. Við ræddum þetta, Roy Keane, Matt Le Tissier, Keiko og margt fleira í þessum hlaðvarpsþæti!
--------
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
--------
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Innkastið eftir 6. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Baldvin Borgars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson.
FH-ingar gjafmildir gegn Víkingi, Hallgrími fannst ákvörðun Hallgríms fáránleg, Túfa fékk stórsigur en Jón Þór er brjálaður, Jökull og kuðungurinn, Alexander sló met Eiðs Smára og Maggi fær VAR.
--------
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 9. maí.
Dregið í fyrstu umferð Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda og Baldvin Már Borgarsson ræðir um Lengjudeildina.
Gestir þáttarins eru Halldór Snær Georgsson og júlíus Mar Júlíusson sem gengu í raðir KR frá Fjölni fyrir yfirstandandandi tímabil. Rýnt er í komandi umferð í Bestu deildinni.